Spurningar

faq-img1Þetta er stór og mikil spurning en svarið fer yfirleitt eftir bæði fjárhag og aðstæðum. Gott er að miða bílakaup eftir því hvernig þínum aðstæðum er háttað og miðað við hvað þú ætlar að eiga bílinn lengi. Taka þarf tillit til þátta eins og fjölskyldustærðar, fjárhags, rekstrarkostnaðar við rekstur bílsins, vegaaðstæðum, hvar þú býrð og lengd ferða ásamt fleiru. Einnig þurfa margir að huga að aðgengi. Þú vilt líklega geta stigið inn og út úr bílnum vandkvæðalast. Sértu stirð/ur eða komin/n á aldur þá er þetta ennþá mikilvægara atriði.

Útsýni, þú vilt geta séð vel út úr bílnum og etv. skiptir hæð bílsins máli fyrir þig, því hærra uppi sem þú situr, því betra er yfirleitt útsýnið úr bílnum.

Þægindi er annar þáttur sem er mikilvægur fyrir flesta bílaeigendur. Þú vilt t.d. að bíllinn sé þannig að þú þreytist sem minnst við að keyra hann, sérstaklega ef aka þarf langar leiðir reglulega. Ýmis konar aukabúnaður getur létt fólki lífið eins og t.d. sóllúga, regnskynjarar, hiti í sætum, loftkæling ofl. Þá vilja flestir sjálfskipta bíla í dag frekar en beinskipta, þótt ennþá sé stór hópur sem sækist eftir beinskiptum bílum og þá sérstaklega sportbílum. Þá skipta stjórntæki, skjáir, hljómtæki, bluetooth, snertilaust aðgengi ofl. töluvert miklu máli fyrir kaupendur nýrra bíla sem gera kröfu um nútíma þægindi.

Þú þarft einnig að ákveða hvar þú staðsetur þig m.t.t. loftslagsmála og flestir vega þá afstöðu gjarnan í samhengi við rekstarkostnað bílsins. Rafbílar hafa notið mikilla vinsælda undanfarin ár og valda t.d. minni mengun en flestir aðrir bílar.

Öryggi er oft á tíðum stór þáttur þegar kemur að bílakaupum, sérstaklega þegar fjölskyldubílar eiga í hlut. Öryggisþættir eru fjölmargir eins og t.d. ISOFIX festingar fyrir barnastóla, sterkleiki bílsins, loftpúðar og bremsur. Allt þetta skiptir miklu máli ásamt því hversu örugg/ur þú vilt vera í vetrarumferð og hálku. Þá þarf einnig að huga að því hvort bíllinn skuli vera fjórhjóladrifinn eða ekki, skoða veghæð, vetrarfærni bílsins ásamt ljósum, rúðuhita og meira að segja speglahita sem getur sparað fólki sporin þegar skafa þarf af bílum yfir vetrartímann.

Hafðu samband við okkur í síma 5206500 og við finnum bílinn þinn!

faq-img1Já við teljum okkar vera að gera það í hvert skipti sem við seljum bíl. Við einfaldlega flytjum ekki inn bíla sem við teljum að eigi ekki erindi við markaðinn. Við náum verðunum niður með hagvkæmum flutningskostnaði, lágri álagningu og oftar en ekki erum við að flytja inn töluvert magn af bílum í einu. Ef þú hefur efasemdir um verðin okkar, þá hvetjum við þig til að gera einfaldan verðsamanburð, fá tilboð frá okkur og bera saman við sambærilega bíla frá bílaumboðunum eða öðrum bílasölum. 

faq-img1Flestir nýir og nýlegir bílar frá okkur koma með alþjóðlegri verksmiðjuábyrgð sem gildir að fullu leiti á Íslandi eins og annars staðar. Ef þú ert hins vegar að kaupa gamlan bíl þá tökum við einungis ábyrgð á skoðuninni okkar og því sem í henni stendur. Við tölum ábyrgð á göllum í öllum bílum í 1 ár frá söludegi.

faq-img1Já, Bíllinn minn er vörumerki í eigu Úranus ehf og er fjárhagslega sterkt fyrirtæki. Við erum t.d. með merkinguna Fyrirmyndarfyrirtæki í rekstri (https://keldan.is/Listar/Fyrirmyndarfyrirtaeki) síðan árið 2017 sem Keldan gefur út og tekur mið af greiðslugetu og fjárhagslegum styrk. Velta okkar á síðastliðnu ári var 4.4 milljarðar, við erum eitt af 300 stærstu fyrirtækjum á Íslandi og seldum 487 bíla árið 2023.

faq-img1Það gerist auðvitað að bílar geta bilað eftir kaup, sérstaklega hvað varðar eldri bíla. Ef nýr bíll bilar á ábyrgðartíma þá er ekkert annað en hringja í okkur og við aðstoðum þig og veitum ráðgjöf varðandi ábyrgðarviðgerðir, sjáum til þess að ábyrgðarskilmálar séu uppfylltir. Ef gamall bíll bilar stuttu eftir kaup þá gerir þú það sama, hringir í okkur og við skoðum málið. Ef forskoðun hjá okkur hefur ekki greint vandann og hann er óvæntur þá lagfærum við bílinn og komum honum aftur til þín í lagfærðu ástandi. 

faq-img1Já þú getur alltaf sett gamla bílinn þinn upp í nýjan eða notaðan. Við verðmetum bílinn og tökum hann upp í hvort sem er nýjan bíl, nýlegan bíl eða eldri bíl sem þig langar í. 

faq-img1Skrifstofa fyrirtækisins er í Hegranesi 21 í Garðabæ. Öll þjónusta okkar við svörun til viðskiptavina fer þó einungis fram símleiðis eða í gegnum tölvupósta og netið. Þetta gerum við til að spara kostnað sem að endingu leiðir til betra verðs á bílnum þínum. Við erum með símann opin alla daga vikunnar, frá 8 - 19 virka daga og laugardaga og frá kl. 10 til 14 á sunnudögum. Við svörum tölvupósti og Messenger skilaboðum einnig á sama tíma. 

faq-img1Úranus ehf. kt. 501096--3189 er eigandi að Bíllinn minn. Konstantín Mikaelsson er meirihlutaeigandi fyrirtækisins, Emil Ólafsson er stjórnarformaður, framkvæmdastjóri er Georg Mikaelsson.

Úranus ehf hefur starfað við bílainnflutning í tæp 30 ár og er á meðal elstu bílasala landsins.

Áður en þú kaupir bíl þá er kannað hvort og þá hvernig lán verður sett á hann. Þá er venjan að greidd er útborgun áður en bíllinn er fluttur til landsins sem nemur mismuni á láni og eftirstöðvum m.v. heildarverð bílsins. Sé um staðgreiðslu að ræða og ekkert bílalán þá er venjan að kaupandi greiði kostnaðarverð bílsins án flutningsgjalda, tolla og skatta og annara gjalda. 

Greiða þarf að lágmarki 30% af kaupverði bílsins við pöntun. Ef fjármagna þarf bílinn þá bjóðumst við til þess að brúa bilið á milli kaupa og almenns bíláns með skammtíma brúarláni sem er veitt á þeim kjörum sem eru í boði hjá okkur á hverjum tíma.

Oft erum við að taka bíla upp í bíla sem eru keyptir erlendis. Þá er miðað við að kaupandi greiði að lágmarki 20% af verði nýja bílsins þegar annar bíll er settur upp í nýja bílinn.

Þegar hugað er að því að kaupa notaðan bíl og sérstaklega bíl sem staddur er erlendis er að ýmsu að huga. Áhætta við að kaupa bíl sem hvorki er hægt að skoða né prófa, er í hugum flestra mun meiri en að kaupa bíl sem þú getur skoðað hér heima og prufukeyrt fyrir kaup.

Þú þarft að huga að áreiðanleika þess innflutningsaðila sem þú gerir viðskipti við:

  • Er sá aðili sem þú kaupir af í stakk búinn til að standa við sínar fjárhagslegu skuldbindingar? Þekkir þú fjárhagslegan styrkleika þess aðila sem þú ert að afhenda þína peninga?

  • Hvað gerist ef bíllinn sem þú keyptir er ekki í því ástandi sem hann átti að vera við komu til landsins.

Þessi tvö atriði eru í okkar huga lykilatriði og við gætum þess að þetta sé eitthvað sem þú þarft ekki að hafa áhyggjur af. Þetta er það sem við gerum:

  1. Við byggjum á tæplega 30 ára reynslu og þekkingu.

  2. Við erum stærsta bílasala á Íslandi. https://vb.is/frjals-verslun/bilasolurnar--/

  3. Ef bílllin sem kemur til landsins er ekki eins og hann átti að vera, þá getur þú hætt við kaupin. Þau ganga einfaldlega til baka, án kostnaðar fyrir þig.

  4. Okkar markmið er að koma fullkomlega til móts við væntingar okkar viðskiptavina.

  5. Við tökum við uppítökubílum við afhendingu keypta bílsins, ekki við undirritun kaupsamings.

  6. Við erum á lista yfir Fyrirmyndarfyrirtæki í rekstri hjá Keldunni (https://keldan.is/Listar/Fyrirmyndarfyrirtaeki) og höfum verið á listanum öll ár frá upphafi eða síðan árið 2017.

  7. Við erum með góð viðskiptatengsl bæði hérlendis og erlendis sem gerir okkur vel í stakk búin til að bjóða mjög góð verð, standa við ástandslýsingar og standa skil á tímasetningum varðandi afhendingar á bílum.

  8. Við kjósum að eiga viðskipti við trausta söluaðila erlendis sem við þekkjum og treystum. Þannig gerum við betri innkaup og hlutirnir ganga greiðlega fyrir sig.

  9. Í flestum tilvikum erum við að selja bíla gegn staðgreiðslu en við brúum einnig bilið fyrir viðskiptavini sem hyggjast taka bílalán og lánum fyrir hluta af innkaupsverði.

  10. Okkar þjónusta heldur áfram eftir kaupin, þú nærð alltaf í okkur þegar á þarf að halda.

Við höfum flutt inn og selt bíla síðan árið 1996. Við höfum starfað á sömu kennitölu allar götur síðan og Úranus ehf, sem er eigandi að Bíllinn minn, hefur verið í eigu sömu fjölskyldu frá upphafi. Við höfum flutt inn meira en 4000 bíla fyrir einstaklinga og fyrirtæki og okkar markmið er að uppfylla óskir og væntingar allra okkar viðskiptavina. Við göngum þannig frá hnútunum að viðskiptavinir okkar eru ánægðir með viðskipti við okkur, enda er stór hópur okkar viðskiptavina fólk sem leitar til okkar í hvert skipti sem það endurnýjar bílana sína.

Back to top