Notkunarskilmálar
Með því að nota þessa vefsíðu samþykkir þú eftirfarandi skilmála. Við hvetjum þig til að kynna þér skilmálana vel áður en þú notar vefinn.
Það er óheimilt að hlaða niður efni af vefnum með öðrum hætti en til einkanota í gegnum vafra. Allar frekari vinnslur, endurbirtingar eða dreifing efnis eru óleyfilegar án fyrirfram skriflegs samþykkis. Hins vegar er heimilt að vísa í einstaka síður vefsins á öðrum vefsíðum. Ljósmyndir, myndbönd og annað efni á síðunni eru varin höfundarrétti.
Upplýsingar á vefnum og á samfélagsmiðlum tengdum vefnum, eru byggðar á söluskrám og birtar með fyrirvara um villur eða breytingar. Ef þú telur einhverjar upplýsingar ónákvæmar eða ófullnægjandi, vinsamlegast hafðu samband við okkur til að fá leiðréttingu. Þessar upplýsingar fela ekki í sér skuldbindingar og eru settar fram eftir bestu vitund. Viðskiptavinir bera þó ábyrgð á að sannreyna upplýsingar sjálfir áður en ákvörðun er tekin um kaup eða sölu.
Við tökum enga ábyrgð á skaða sem kann að hljótast af ónákvæmum upplýsingum, tæknilegum truflunum eða annarri notkun á vefnum og tengdum samfélagsmiðlum. Við getum ekki ábyrgst að allar upplýsingar séu ávallt aðgengilegar og/eða uppfærðar.
Persónuvernd og fótspor
Við virðum persónuvernd notenda og söfnum aðeins upplýsingum sem eru nauðsynlegar fyrir þjónustuna.
Við heimsókn á vefinn eru fótspor (e. cookies) vistuð í tækinu þínu. Fótspor eru notuð til að:
• Kanna heimsóknir á vefsíðuna og sníða þjónustu að notendum.
• Greina hvaða efni er vinsælt og hvernig vefurinn er notaður.
Upplýsingar sem við söfnum eru nafnlausar og innihalda m.a.:
• Fjölda heimsókna og lengd dvalar á vefnum.
• Hvers konar stýrikerfi og vafrar eru notaðir.
• Hvaða síður eru skoðaðar og hvenær.
Þú getur breytt stillingum í vafranum þínum til að hafna eða eyða fótsporum. Nánari leiðbeiningar um slíkt má finna á vefsíðum útgefenda vafra.
Lagalegir fyrirvarar
Upplýsingar á þessari síðu og á tengdum samfélagsmiðlum eru birtar með fyrirvara og eru aðeins til leiðbeiningar. Við tökum ekki ábyrgð á viðskiptum sem byggja á upplýsingum frá vefnum.
Upplýsingarnar geta breyst án fyrirvara og fela ekki í sér ráðleggingar um fjárfestingar eða kaup. Notendur bera einir ábyrgð á ákvörðunum sem teknar eru á grundvelli efnis á vefsíðunni.
Við erum ekki ábyrg fyrir:
• Skaða sem kann að hljótast af ónákvæmum eða úreltum upplýsingum.
• Tímabundnu eða langvarandi aðgengisleysi á vefnum.
Höfundarréttur og vélræn vinnsla
Allt efni á vefsíðunni, þar með talið textar, myndir og myndbönd, er varið höfundarrétti nema annað sé tekið fram. Það er óheimilt að safna, vinna úr eða afrita efni vefsins í hvaða tilgangi sem er án skriflegs samþykkis.
Vélræn vinnsla, sjálfvirk öflun eða skoðun gagna af forritum er óheimil.
Tölvupóstsendingar
Tölvupóstar sendir frá netföngum okkar geta innihaldið trúnaðarupplýsingar og eru aðeins ætlaðir þeim sem þeim er beint að. Ef tölvupóstur berst þér fyrir mistök, vinsamlegast tilkynntu sendanda og eyðið skeytinu.