Jeep Wrangler 4xe
Gamli Willys hittir arftaka sinn - 4xe- 02/06/2025
- Allir flokkar
- Posted by Jon
- Slökkt á athugasemdum við Jeep Wrangler 4xe
Jeep Wrangler 4xe: Ævintýrið byrjaði með Willys
Jeep Wrangler hefur lengi verið táknmynd fyrir torfæruakstur og ævintýraþrá. Með sígildu útliti, fjórhjóladrifi og stórum dekkjum hefur Wrangler verið á meðal vinsælustu torfærubíla heims í áratugi. Með tilkomu Jeep Wrangler 4xe hefur Jeep tekið stórt skref í átt að framtíðinni með rafknúnum afköstum, án þess að fórna DNA bílsins.
Þetta DNA á rætur sínar að rekja allt aftur til Willys MB, sem var fyrsti Jeep-jeppinn, smíðaður árið 1941 fyrir bandaríska herinn í seinni heimsstyrjöldinni. Willys varð fljótt þekktur fyrir ótrúlega torfærugetu og harðgerðni og var svo vinsæll að Jeep hóf framleiðslu borgarútgáfu, Willys CJ-2A, árið 1945.

Willys jepparnir komu til íslands í stríðinu. Bandaríkjamenn notuðu þá mikið en á þeim tíma var ekki til neitt íslenskt orð yfir bíla af þessu tagi, orðið jeppi var ekki til. Því lá beinast við að nota nafn framleiðandans – Jeep – og þannig varð nýyrðið jeppi til í meðförum íslendinga. Vegna torfærulandslagsins á þeim tíma varð Willys strax vinsæll, sérstaklega hjá bændum, björgunarsveitum og öðrum sem þurftu að komast um óbyggðir og torfarna vegi. Allar götur síðan hefur verið mikið af Willys jeppum á íslandi. Þetta voru vinsælir bílar. Þóttu töff og komust yfir ófærur sem aðrir bílar komust ekki.

Jeep Wrangler er beinn arftaki Willys og hefur haldið í sögulegt útlit og grunnformúluna: harðgerða yfirbyggingu, fjórhjóladrif og torfæruhæfni sem gerir honum kleyft að fara hvert sem er. Wrangler 4xe heldur í þessa arfleifð en sameinar hana rafmagnsdrifi og sjálfbærari akstri, sem er stórt skref fyrir vörumerkið inn í framtíðina.
Jeep Wrangler 4xe er tengiltvinnbíll (PHEV) sem kom fyrst á markað árið 2021 og sameinar 2.0L fjögurra strokka túrbóvél og tvo rafmótora, sem skila 375 hestöflum og 470 lb-ft af togi. Þessi samsetning gerir hann að einum öflugasta Wrangler jeppanum sem framleiddur hefur verið. Með möguleika á að aka allt að 40 km á hreinu rafmagni er hann bæði umhverfisvænni og sparneytnari en hefðbundinn Wrangler, en heldur samt torfærugetu forvera sinna og gott betur.

Hver er munurinn á Jeep Wrangler 4xe útgáfum?
Jeep býður Wrangler 4xe í fjórum mismunandi útgáfum, þó mismunandi eftir mörkuðum, allt frá grunnútgáfu til lúxus- og torfæruútgáfa eins og Rubicon X. Hér er samanburður á helstu eiginleikum og dekkjastærðum allra 4xe útgáfanna:
| Útfærsla | Helstu eiginleikar útfærslu | Dekk |
|---|---|---|
| Sahara | Lúxusútgáfa með 20″ álfelgum, tvísvæða loftkælingu, betra hljóðeinangrunarkerfi, leðursætum, 12,3″ Uconnect 5 skjá og fleiri þægindum. | 275/55R20 (32 tommu)) |
| Rubicon | Hönnuð fyrir alvöru torfæruakstur með Dana 44 öxlum, Rock-Trac 4:1 fjórhjóladrifskerfi, læstum fram- og afturhásingum og jafnvægisstangarlæsingu. | LT285/70R17 (33 tommu) |
| Rubicon X | Öflugasta útgáfan, inniheldur allt frá Rubicon en kemur aukalega með Warn dráttarspili, Off-Road myndavél, Premium Nappa leðursætum, Alpine hljóðkerfi og hásingum með hámarks styrkleika. | LT285/70R17 (33 tommu) – Auðvelt að setja 35 tommi dekk með spacerum |
| High Altitude | Hágæða lúxusútgáfa með stílhreinum 20″ álfelgum, gljáandi ytri frágangi, leðursætum, hituðu stýri, premium Alpine hljóðkerfi og háþróuðum tækni- og öryggiskerfum. | 275/55R20 (32 tommu) |

Jeep kemur skemmtilega til móts við jeppaáhugafólk með þessum útfærslum þar sem Sahara útgáfan er fín fyrir þá sem þurfa á jeppaeiginleikum að halda en eru kannski ekki reglulega uppi á fjöllum eða í torfærum. Rubicon bílinn er hins vegar torfærutröll sem kemur á 33″ dekkjum og er bæði auðvelt og tiltölulega ódýrt að setja á hann 35″ dekk. Rubicon X hefur sömu eiginleika og Rubicon bíllinn í torfæru en kemur með fleiri aukahlutum eins og Warn spili, innbyggðri Off-road myndavél ofl. Öllum þessum aukahlutum er þó hægt að bæta við Rubicon bílinn. High Altitude útgáfan leggur áherslu á lúxus alla leið og býr ekki yfir sömu torfærueiginleikum og Rubicon útgáfan. High Altitude útgáfan er t.d. með Selec-Trac® Full-Time 4WD (sjálfvirkt fjórhjóladrif) á meðan Rubicon útgáfurnar koma með Rock-Trac® Full-Time 4WD með rafstýrðum læsingum á fram- og afturhásinum. Drifhlutföll í Rubicon eru 4.10:1 sem henta vel fyrir torfæru. Þrátt fyrir alla þessa torfærueiginleika Rubicon bílsins þá þykir hann engu að síður skemmtilegur í akstri á þjóðvegum.
Jeep Wrangler 4xe – Nánari samanburður á drifkerfum og torfærueiginleikum
|
Útgáfa |
Drifkerfi |
Drifhlutfall | Driflæsingar | Aftengjanleg jafnvægisstöng? | Dráttarspil sem staðalbúnaður? | Annar torfærubúnaður |
|---|---|---|---|---|---|---|
|
Sahara |
Selec-Trac® Full-Time 4WD | 3.73:1 | ❌ Engar læsingar | ❌ Nei | ❌ Nei |
Borgarvænt fjórhjóladrif |
|
Rubicon |
Rock-Trac® Full-Time 4WD | 4.10:1 | ✅ Tru-Lok® raflæsingar á fram- og afturöxli | ✅ Já | ❌ Nei |
Dana 44 ásar, 4:1 gírhlutfall í lággír |
|
Rubicon X |
Rock-Trac® Full-Time 4WD | 4.10:1 | ✅ Tru-Lok® raflæsingar á fram- og afturöxli | ✅ Já | ✅ Warn spil staðalbúnaður |
Dana 44 ásar, Off-Road myndavél |
|
High Altitude |
Selec-Trac® Full-Time 4WD | 3.73:1 | ❌ Engar læsingar | ❌ Nei | ❌ Nei |
Meiri áhersla á þægindi |
Hvað þýða þessar upplýsingar fyrir torfærugetu?
- Drifkerfi:
- Rubicon og Rubicon X eru einu 4xe bílarnir með Rock-Trac 4WD, sem veitir betra grip og meiri afkastagetu í torfærum.
- Sahara og High Altitude útgáfurnar nota Selec-Trac, sem er sjálfvirkt fjórhjóladrif en ekki eins gott í torfærum.
- Driflæsingar:
- Rubicon og Rubicon X eru með Tru-Lok raflæsingar á bæði fram- og afturöxli, sem veitir hámarks grip í erfiðum aðstæðum.
- Allar aðrar útgáfur eru án driflæsinga, sem þýðir að þær eiga erfiðara með að komast yfir lausan sand, snjó eða drullu.
- Drifhlutföll:
- Rubicon og Rubicon X eru með 4.10:1 hlutfall, sem veitir meiri kraft í hægum torfæruakstri.
- Allar aðrar útgáfur eru með 3.73:1, sem hentar betur fyrir almenna notkun og langkeyrslu.
- Aftengjanleg jafnvægisstöng:
- Rubicon og Rubicon X eru með rafstýrða aftengjanlega jafnvægisstöng, sem gefur framhjólinu meira ferðasvið í torfærum.
- Aðrar útgáfur hafa þetta ekki, sem takmarkar fjöðrunina í torfærum.
- Spil (Winch):
- Rubicon X er eini 4xe bíllinn sem kemur með Warn spil sem staðalbúnað.
- Önnur módel eru ekki með spil, en hægt er að bæta því við sem aukabúnaði.
Hvaða útgáfa er best fyrir torfæru?
Bestir fyrir torfæru: Rubicon og Rubicon X 4xe – Með driflæsingar, Rock-Trac 4WD og betri drifhlutföll fyrir torfæru.
Ekki hannaðir fyrir alvöru torfæru: Sahara og High Altitude 4xe – Engar driflæsingar og minna grip í erfiðum aðstæðum.
Ef þú ætlar að taka bílinn í alvöru torfæru, Rubicon eða Rubicon X eru einu alvöru valkostirnir.
![]()
35″ Dekk á Rubicon – Einfalt og þægilegt
Jeep Wrangler 4xe Rubicon kemur á 33″ dekkjum, (Rubicon X frá 2024 kemur á 35″ dekkjum) og þar sem margir eigendur þessara bíla eru áhugafólk um útivist og torfæru, þá kjósa margir að uppfæra í 35″ dekk fyrir meiri torfærugetu og betra útlit. Þetta er vinsælt þar sem það er tiltölulega einfalt.
Það er mögulegt að setja 35″ dekk á orginal felgurnar án þess að hækka bílinn, en það getur valdið nuddi í hjólaskálum ásamt hávaða þegar stýrt er til fulls og þegar fjöðrunin þjappast saman. Lausnin á þessu er að bæta við Spacerum, það ýtir dekkjunum aðeins út frá bílnum og kemur í veg fyrir núning. Einnig er hægt að bæta við Brettaköntum með hærra bili á milli dekkja og bretta (high-clearance fender flares) – Ef þú vilt tryggja að 35″ dekkin valdi aldrei núningi.
Rubicon eigendur geta þannig bætt við spacerum og nýjum dekkjum til að ná fram 35″ hækkun án þess að þurfa að breyta bílnum sérstaklega að öðru leiti.
High Altitudede útgáfan er ekki hugsuð til breytinga, hún hefur ekki sömu torfærugetu og Rubicon og bíllin er ekki hannaður til fyrir stöðuga torfæru í mjög erfiðum aðstæðum sbr. Rubicon. High Altitide er lúxus jeppi með góða utanvegagetu þar sem áhersla er á útlit og fágun. Felgurnar sem koma sem staðalbúnaður eru stærri á High Altitude en Rubicon, eða 20″ í stað 17″.

Hardtop valkostir – Og fjarlægjanlegar hurðir
Jeep Wrangler 4xe býður upp á marga möguleika fyrir þak og hurðir, sem gerir hann bæði einstaklega fjölhæfan og skemmtilegan jeppa:
- Sky One-Touch Power Top – Rafdrifið þak sem opnast með einum takka. Fullkomið ef þú vilt njóta útivistar án þess að fjarlægja heila toppinn.
- Fjarlægjanlegar hurðir og fellanlegt framrúðugler – Jeep er einn af fáum bílum sem leyfir þetta. Þetta getur skapað einstaka og skemmtilega akstursupplifun en nýtist líklega takmarkað við íslenskar veðuraðstæður .
- Hardtop valkostir – Jeep býður upp á bæði svartan harðan topp og topp í sama lit og bíllinn.
- Soft Top – Fyrir þá sem vilja Jeep í sinni hreinustu mynd, með fjarlæganlegu efnisþaki.
Er Jeep Wrangler 4xe betri en hefðbundinn Wrangler?
Það fer eftir því hvernig þú notar bílinn.
Hvað 4xe gerir betur en hefðbundinn Wrangler:
✅ Hann er sparneytnari með möguleikanum á rafmagnsakstri
✅ Öflugri vél en V6 og V8 (ef tekið er tillit til samsetts togs)
✅ Þögn í torfærum er annars konar upplifun en við vélarhljóð
✅ Stöðugra tog í hægum torfæruakstri vegna rafmótorsins
Hvað hefðbundinn Wrangler gerir betur:
✅ Engin þörf á hleðslu (4xe þarf að hlaða til að nýta rafmagnið)
✅ Lægri stofnkostnaður í dýrari útfærslum
✅ Xtreme Recon pakki með 35″ dekkjum er í boði fyrir hefðbundna Rubicon, en ekki fyrir 4xe
Jeep Wrangler 4xe er frábært torfærutæki
Fyrir þá sem vilja rafvæddan Wrangler með alvöru torfærugetu er Wrangler 4xe frábær kostur. Rubicon 4xe er hægt að uppfæra með 35″ dekkjum með spacerum, án þess að þurfa að hækka fjöðrunina, sem sparar kostnað. Þeir sem eru mikið fyrir torfærur þurfa þó að gæta þess að velja Rubicon útgáfun, hún er sérstakelga hönnuð fyrir torfærur.
Hvort sem þú velur Sahara fyrir lúxus, High Aktitude fyrir ennþá meiri lúxus eða Rubicon fyrir alvöru torfæru, þá er Wrangler 4xe fullkominn bíll fyrir þá sem vilja kraft, þægindi og torfærueiginleika í sama bíl.
![]()
Viðbót – Markaðsgreining á Jeep 4xe:
Hverjir kaupa Jeep Wrangler 4xe og af hverju? Í hvaða hópi ert þú?
Jeep Wrangler 4xe er einstök blanda af ævintýrajeppa og rafvæddri tækni, sem gerir hann að áhugaverðum valkosti fyrir mismunandi hópa kaupenda. Frá markaðsfræðilegu sjónarhorni skiptast kaupendur í nokkra lykilhópa, hver með sín sérstöku markmið, þarfir og áherslur. Hér eru helstu hóparnir sem kaupa Jeep Wrangler 4xe og hvað dregur þá að bílnum.
1. Torfærufólkið („Off-Road Enthusiasts“)
✅ Hverjir eru það?
- Fólk sem elskar að keyra utan vega, fara í torfærupróf og leggja áherslu á hæfni bílsins í erfiðum aðstæðum.
- Þetta fólk er oft í jeppaklúbbum og tekur þátt í torfæruferðum og hópakstri.
✅ Af hverju velja þeir 4xe?
- Öflug vél með 470 lb-ft af togi sem hjálpar við að klífa brattar brekkur og torfærur.
- Rock-Trac 4×4 kerfið í Rubicon útgáfunum tryggir hámarks grip í grófu landslagi.
- Rafmótorinn veitir tafarlaust tog, sem er mikilvægt í torfæruakstri. Rafmótorinn heldur áfram að starfa í torfærum, jafnvel eftir að rafhlaðan hefur tæmst af hreinu rafmagni þar sem bíllinn fer í hybrid-stillingu og bensínvélin fer að framleiða orku fyrir akstur.
- Þögn í rafmagnsstillingu gerir þeim kleift að njóta náttúrunnar betur.
2. Borgarbúarnir sem vilja „grænan“ jeppa („Urban Adventurers“)
✅ Hverjir eru þeir?
- Þeir sem elska Wrangler útlitið og vörumerkið en horfa til þess að eiga bíl sem hentar við daglegan borgarakstur.
- Fólk sem vinnur í borgum en notar bílinn um helgar í útilegur og fjallaferðir.
✅ Af hverju velja þeir 4xe?
- Rafmagnsdrægnin (allt að 40 km) gerir þeim kleift að aka á rafmagni daglega.
- Hár bíll með fjórhjóladrifi og góðu útsýini en samt sparneytinn fyrir venjulegan akstur.
- Aðgangur að umhverfisvænum skattaívilnunum (lægra innkaupsverði) og sparnaður í rekstrarkostnaði.
- Lúxusinn í High Altitude útgáfunni, með stærri felgum, leðursætum og háþróuðum aksturseiginleikum.
3. Fjölskyldufólkið sem vill öryggi og fjölhæfni („Adventure Families“)
✅ Hverjir eru þeir?
- Fjölskyldur sem þurfa pláss, öryggi, útsýni og fjölhæfan bíl fyrir alla vegi.
- Þeir sem vilja stóra og sterka jeppa til að draga hjólhýsi eða fara í fjallferðir með börnin.
✅ Af hverju velja þeir 4xe?
- Fimm sæti með rúmgóðu plássi.
- Mikið af öryggisbúnaði, s.s. aðlögunarhraðastillir, akreinavari og blindpunktsviðvaranir.
- Hægt að draga allt að 1.587 kg..
4. Tækninördarnir („Tech Enthusiasts“)
✅ Hverjir eru þeir?
- Þeir sem elska nýjustu tækni og vilja öflugan, vel búinn rafknúinn jeppa.
- Rafbíla-áhugafólk sem vilja „off-road“ rafbíl en vilja samt tengiltvinn í stað hreins rafmagns.
✅ Af hverju velja þeir 4xe?
- Rafmótorinn gefur tafarlaust tog og gerir bílinn skemmtilegri í akstri.
- Stór 12,3” snertiskjár með Uconnect 5 kerfinu, sem styður bæði Apple CarPlay og Android Auto.
- Mjög háþróuð torfærutækni í Rubicon.
- Rafmagnsdrægni sem gerir bílinn sparneytnari.
5. Þeir sem vilja bíl sem stendur upp úr („Status Buyers“)
✅ Hverjir eru þeir?
- Kaupendur sem vilja fá athygli og eiga einstakan bíl sem fáir aðrir eiga.
- Þeir sem vilja fara á Jeep, en samt með „grænu“ ívafi.
✅ Af hverju velja þeir 4xe?
- Nýjasta nýtt – PHEV (tengiltvinn) jeppi með blendingskerfi.
- Lúxusinn í High Altitude útfærslunni – stórar felgur, fínasta leður og hágæða innrétting.
- Merkingarnar „4xe“ og bláu áherslurnar gefa til kynna græna notkun og að þetta sé framtíðin.
- Bíll og vörumerki með sögu
- Sjálfbærari en hefðbundinn Wrangler, en samt með sama kraft og torfæruhæfni.
Þetta er hinn klassíski Jeep Wrangler 4xe kaupandi
✔ Vill öflugan jeppa, en líka nýjustu tækni og sjálfbærari lausnir.
✔ Vill fara í torfærur um helgar, en keyra á rafmagni innanbæjar á virkum dögum.
✔ Vill blöndu af lúxus og ævintýramennsku.
✔ Þekkir sögu Willys Jeep og v0rumerkið.
✔ Vill bíl sem er sparneytnari en hefðbundinn Wrangler, en samt jafn öflugur.
![]()